Skip to content

Dans fyrir alla

Sjötti bekkur tekur nú þátt í verkefninu „Dans fyrir alla“. Nemendur fá m.a. fræðslu um skapandi aðferðir, dans og sviðslistir og öðlast innsýn í sköpunar- og greiningaferli þessara listgreina. Þeir fóru á dögunum í fyrstu heimsóknina sem var danskynning og vinnustofa í stúdíó Klassíska listdansskólans. Í febrúar/mars koma svo kennarar verkefnisins í heimsókn og halda 90 mínútna dans- og sviðslistarfræðslu. Í lok mars er svo farið á æfingu hjá Íslenska dansflokknum, bara spennandi : )