Skip to content
14 sep'21

Fyrstu bekkingar í textílmennt

Hér má sjá stolta unga listamenn úr 1. bekk með fuglana sína. Fuglarnir eru úr dúskum sem  börnin gerðu sjálf en verkefnið unnu þau í textílmennt.

Nánar
13 sep'21

Litlir líffræðingar

Krakkarnir í 2. bekk eru í skordýra og áttfættlu þema og í tilefni af því fóru þeir út í nágrenni skólans og fundu  köngulær og skordýr til að  rannsaka undir stækkunargleri. fleiri myndir hér : )

Nánar
09 sep'21

Sæmundarhlaup

Það var yndislegt veður hér í holtinu í dag og kjörinn dagur fyrir Sæmundarhlaupið okkar. Nemendur í 1. – 6. bekk hlupu í kringum Reynisvatn meðan þau eldri hlupu og hjóluðu hring annarsstaðar í hverfinu. Fullt af skemmtilegum myndum af yngri börnunum komnar inn í myndasafnið. Fleiri myndir næstu daga.

Nánar
03 sep'21

Sæmundarhlaup og undirbúningsdagur kennara

Í næstu viku, fimmtudaginn 9. september fer Sæmundarhlaupið fram og er dagurinn skertur kennsludagur. Hlaupið er milli 10:00 og 11:00 og síðan er pylsupartý á skólalóðinni. Gæsla er fyrir nemendur í 1.-3. bekk, fyrir þá sem þess óska, milli kl. 8:00-10:00 og 11:45-13:40 í heimastofum. Aðrir nemendur mæta kl. 10:00 út á skólalóð. Föstudaginn 10.…

Nánar
31 ágú'21

þriðjudagsganga um skólann

Nemendur á yngsta- og miðstigi voru önnum kafinn við að vinna að fjölbreyttum verkefnum í morgun. Í smiðju voru nemendur að búa til sælgætisskammtara, baka bollakökur í heimilisfræði, þjálfa lesskilning  og teikna og mála í anda Kjarvals í myndmennt. Krakkarnir í 4. bekk lærðu um endurnýtingu og 3. bekkur var að vinna stærðfræðiverkefni m.a. í…

Nánar
25 ágú'21

Valgreinar í 9. og 10. bekk

Fyrsta valnámskeið skólaársins byrjar næsta mánudag og geta nemendur valið úr skemmtilegum og áhugaverðum námskeiðum hér.  Inn í skjalinu er slóð inn á valblaðið.

Nánar
16 ágú'21

Skólasetning

Nú eru allir starfsmenn skólans komnir til starfa á ný og í óða önn að skipuleggja og undirbúa starf vetrarins. Þeir nemendur sem fá nýjan umsjónarkennara verða boðaðir á fund með foreldrum sínum föstudaginn 20. ágúst og skólinn verður síðan settur mánudaginn 23. ágúst en þá mæta  nemendur án foreldra í umsjónarstofur, milli kl. 9:00…

Nánar
16 jún'21

Skóladagatal 2021-2022

Nú eru skóladagatal næsta vetrar komið inná heimasíðuna https://saemundarskoli.is/skolinn/skoladagatal/

Nánar
10 jún'21

Skólinn lokar

Skólinn lokar miðvikudaginn 16. júní kl. 16:00. Við hvetjum foreldra til að koma og fara yfir óskilamuni næsta mánudag og þriðjudag því miðvikudaginn 16. júní fer allur fatnaður sem eftir er í Rauða krossinn. Vonandi eigið þið öll gott og gleðilegt sumar : )

Nánar
10 jún'21

Framtíðin er björt

Í gær útskrifaðist glæsilegur hópur nemenda frá Sæmundarskóla. Það var ótrúlega gaman að sjá þau öll saman kominn í sínu fínasta pússi svo spennt og glöð fyrir framtíðinni. Bára Katrín flutti frumsamið lag og ljóð, Matthildur Birta fór með frumsamið ljóð og Baldur Rökkvi og María Dagmar fluttu kveðjuorð nemenda.  Skólastjóri og kennarar kvöddu nemendur…

Nánar