Uncategorized
Vináttuþema í 1. bekk
Nemendur í 1. bekk áttu skemmtilega spilastund á föstudegi og byrjaðu svo í vináttuþema. Sem kveikju horfðu þeir á myndina um „litlu ljótu lirfuna“ og í framhaldi af því gerðu börnin skemmtilegar og fallegar klippimyndir. Fullt af myndum má sjá í myndasafninu.
NánarSmiðjugaman í myndmennt
Smiðja 3 er nú rúmlega hálfnuð og krakkarnir hafa verið að fást við hugtökin jákvætt og neikvætt rými og mynsturgerð. Verkin eru margskonar og ótrúlega fallega unnin og spennandi. Þrykkið tók svo við eftir teiknivinnuna en þar eru nemendur að skera út í dúk og þrykkja. Fullt af myndum í myndasafninu : )
NánarRisakjaftur og Jóladjöfull
Nemendur í 5. bekk hafa verið að vinna með kynjaverur og skrímsli í tengslum við söguþema í myndmennt en verkin eru unnin á endurnýttan bylgjupappa. Nemendur unnu allskonar, bæði skemmtilegar og ógurlegar kynjaverur og skrímsli, m.a. Augalausa manninn, Marmeyju, Jóladjöfulinn, Risakjaft og Buxnadjöfulinn. Fleiri myndir eru í myndasafninu.
NánarUndirbúningsdagur kennara – Foreldradagur
Mánudaginn 18. janúar er undirbúningsdagur kennara og föstudaginn 22. janúar er svo foreldradagur þar sem foreldrar eiga spjall við umsjónarkennara um námsframvindu barna sinna o.fl.
NánarHugmyndir vakna
Nú eru nemendur í unglingadeild farnir að undirbúa Skrekk, en fyrst er auðvitað hugmyndavinnan sem er svo spennandi og gefandi.
NánarLjúffeng bangsabrauð
Það er alltaf gaman í heimilisfræði en nemendur í 2. bekk eru þessa dagana að spreyta sig á að forma og baka bangsabrauð og finnst það ótrúlega gaman : ) Fleiri myndir í myndasafninu.
NánarJólaljós, jólaköttur og leikhús
Síðbúnar fréttir af nemendum í 2. bekk en fyrir jólin var þeim boðið í Þjóðleikhúsið að sjá sýninguna „Leitin að jólunum”. Fyrst var farð í gönguferð um miðbæinn þar sem krakkarnir nutu fallegu jólaljósanna og að sjálfsögðu hittu þau jólaköttinn sjálfan. Allir skemmtu sér vel eins og myndirnar í myndasafninu sýna : )
NánarUndirbúningsdagur kennara mánudaginn 4. janúar
Kæru nemendur og foreldrar við óskum ykkur innilega gleðilegs nýs árs og þökkum gott en óvenjulegt ár sem nú er að baki. Undirbúningsdagur kennara sem vera átti 23. apríl næstkomandi skv. skóladagatali verður í staðinn á morgun 4. janúar. Við hlökkum til að hitta ykkur kæru nemendur þriðjudaginn 5. janúar en þá reiknum við með…
NánarJólaball
Það er alltaf einsök upplifun að gangan saman út í Sel með ljós í hendi til að til að fagna, syngja og dansa við jólatré á Jólaballi Sæmundarskóla eins og hefð er orðin fyrir. Í myndasafni skólans er hægt að sjá nokkrar myndir frá ballinu og hér fyrir neðan eru líka tvö myndbönd sem fanga…
NánarUndirbúningur litlu jólanna
Nú styttist óðum í jólaball og litlu jólin sem haldin verða á morgun. Nemendur hafa margir verið á fullu að undirbúa fyrir þá stund. Í 5. bekk tóku nokkrir sig til, brettu upp ermar, og smíðuðu jólatré úr furuborðum fyrir stofuna sína svo allt verði sem hátíðlegast.
Nánar