Skip to content
19 jan'22

Skólastarf í Sæmundarskóla fellur niður föstudaginn 21. janúar.

Í samráði við Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hefur verið tekin sú ákvörðun að fella niður allt skólastarf í Sæmundarskóla föstudaginn 21. janúar. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi fjölda smita og mikillar útbreiðslu. Jafnframt hefur sú ákvörðun verið tekin að loka frístundaheimilinu Fjósinu og félagsmiðstöðinni Plútó fimmtudaginn 20. janúar og föstudaginn 21.…

Nánar
19 jan'22

Foreldradagur á morgun fimmtudag

Á morgun fimmtudaginn 20. janúar eru foreldraviðtöl í Sæmundarskóla og því engir nemendur í skólanum. Viðtölin munu fara fram á rafrænan hátt eða í gegnum síma og hafa umsjónarkennarar skipulagt viðtölin í samvinnu við foreldra.

Nánar
18 jan'22

Jákvæð skilaboð

Aldeilis jákvætt og skemmtilegt að sjá á veggjum skólans : ) Nemendur í 8. bekk unnu verkefnið í umsjónartíma og snérist verkefnið um að nemendur leituðu sjálf að því jákvæða í kringum sig en ekki síður að þau finndu hvaða áhrif það hefur þegar maður ,,segir” orðin upphátt : ) Fleiri myndir er að finna…

Nánar
12 jan'22

Skólastarfið í janúar

Þó það sé nokkuð rólegt í skólanum þessa dagana þá eru nú samt kennsla í mörgun árgöngum : ) Þessir nemendur voru allir að vinna að áhugaverðum verkefnum í textíl, heimilisfræði og myndmennt m.a. Nemendur í 10. bekk voru að skoða hvernig íslenskt mál hefur breyst í tímans rás með því að fletta gömlum dagblöðum…

Nánar
07 jan'22

Bólusetningar barna í 1. – 6. bekk

Þriðjudaginn 11. janúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-6. bekk Sæmundarskóla kl.11.00. Er þetta gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma.  Frístundaheimilið verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita…

Nánar
17 des'21

Gleðilega hátíð

Kæru nemendur og foreldrar, megi hamingjan og gleðin verða með ykkur um jólin og á komandi ári. Mánudaginn 3. janúar er undirbúningsdagur kennara og við sjáumst svo þriðjudaginn 4. janúar en þá hefst skólinn aftur skv. stundaskrá.

Nánar
13 des'21

Sörubakstur í unglingavali

Hér eru hörkubakarar á ferð að baka sörur í unglingavali í heimilisfræði. Þeim fannst þetta bæði skemmtilegt og bragðgott : )

Nánar
10 des'21

Jólaskógarferð

Nemendur og kennarar í 2. bekk nýttu góða vetrarveðrið um daginn og skelltu sér út í selið okkar og áttu þar góða stund : ) Fleiri myndir hér

Nánar