Brosandi bílasmiðir

Nemendur í öðrum bekk hafa ekki setið auðum höndum í smíðastofunni í haust. Það voru ófá handtökin sem fóru í saga, og raspa, pússa og skrúfa saman trébíla og byggja síðan bílabrautir til að keyra þeim eftir. Það má með sanni segja að tær gleði yfir vel unnu verki hafi skinið úr hverju andliti í lok dags.