Bröns og huggulegheit

Það er líflegt í húsi þessar vikurnar í Sæmundarskóla en fyrir utan okkar frábæru nemendur og starfsfólk eru kennaranemar í stærðfræði, náttúrufræði, heimilisfræði, myndmennt og í 5. bekk. Krakkarnir í heimilisfræði vali fengu að njóta leiðsagnar Björmu og Rakelar kennaranema í heimilisfræði í morgun við að galdra fram bröns með beikoni, amerískum pönnukökum, heilsudrykk og eggjahræru. Heppin þau : )