Skip to content

Bæjarferð, jólavættir, jólaskógur og Árbæjarsafn…

Nemendur 4. bekkjar fóru í bæjarferð á dögunum og leituðu að jólavættum í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var Hallgrímskirkja heimsótt og jólaskógurinn í Ráðhúsi Reykjavíkur skoðaður en 4. bekkur tók þátt í því verkefni.

Ísland áður fyrr er þema sem nemendur í 4. bekk hafa verið að vinna í og í tilefni af því var farið í heimsókn á Árbæjarsafnið. Þjóðminjasafnið lánaði einnig kassa með leikföngum frá aldamótum, matarílát og tóvinnuáhöld. 
Síðasta vika hefur því verið mjög fjölbreytileg og skemmtileg hjá krökkunum. Fullt af myndum er að finna í myndasafninu.