Skip to content

Áskorun í dúkristu

Nemendur í 6. bekk hafa undanfarið verið að vinna í myndlist með þá aðferð svartlistar  sem nefnist dúkrista. Þar fá þau tækifæri til að vinna með speglun og þá áskorun sem hún getur verið í sköpunarferlinu. Skorið er í dúk og af honum þrykkt með prentlitum á mismunandi pappír. Ekki er útilokað að einhver þeirra verka sem fæðast í þeirri vinnu rati uppá veggi heimila í nágrenninu á næstunni.