Allt í rusli í 4. bekk

Það má með sanni segja að allt sé í rusli þessa dagana í 4. bekk. Þar hafa nemendur undanfarið unnið mikið með umhverfisvernd og rusl í þemavinnu. Í gærmorgun voru nemendur með kynningar fyrir foreldra um rusl, plast og gróðurhúsaáhrif. Í kjölfarið var foreldrum boðið á sýningu á verkum nemenda sem höfðu unnið nytjahluti og listaverk úr rusli. Marga stórskemmtilega gripi mátti þar sjá og þar sem endurvinnsla og hugmyndaflug unnu saman.