Hvers vegna hlægjum við?

Það voru mörg áhugaverð umfjöllunarefni sem nemendur í 10. bekk unnu að í lokaverkefninu sínu. Verkefnin voru ólík og spennandi og reyndu hóparnir m.a. að svara spurningunum; hvers vegna hlægjum við, hvaða áhrif hafa peningar á fólk og hvað veldur illsku í mannshuga. Einnig voru á ferðinni hönnunarteymi sem hönnuðu boli og lógó, könnuðu myndlistina og hvað gerir verk að góðu listaverki. Gaman að horfa á eftir þessu hæfileikaríka fólki út í lífið. Fleiri myndir í myndasafninu.