Ævintýraheimur Perlunnar

Fjörðu bekkingar voru svo heppnir að vera boðið í Perluna í samstarfi við Reykjavíkurborg á fræðslukynningu á náttúrusýningu Perlunnar.
Náttúrusýningin í Perlunni hefur það að markmiði að gera íslenskri náttúru hátt undir höfði og gera gestum kleyft að njóta undra hennar innan borgarinnar. Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt.
Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og voru skólanum sannarlega til sóma. Fullt af fínum myndum í myndasafninu.