Skip to content

5. bekkur saman í Kahoot

Í dag tóku nemendur í 5. bekk sig til með aðstoð kennara og nýttu sér tæki og tækni til samveru á fjarfundi og fóru í fræðandi spurningakeppni í Kahoot . Þau skiptu sér í mörg lið sem kepptu þó að þau væru stödd í þremur hópum á þremur svæðum á ólíkum stöðum í skólanum. Stofurnar höfðu þau byrjað að skreyta í gær svo hún var heldur jólaleg stemmingin. Inn á heimasíðu 5. bekkjar má nú sjá myndir frá þessu og öðru skólastarfi síðustu daga.