Skip to content

Nemendaverðlaun

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori viðurkenningu til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi.

Jóna Birna Kjartansdóttir hlaut viðurkenninguna að þessu sinni í Sæmundarskóla en Jóna Birna er jákvæður leiðtogi og hefur einstaklega fallega og fágaða framkomu.

Til hamingju!