Innkaupalistar - Opnunartími skrifstofu

Ritað .

Innkaupalista unglingadeildar fyrir skólaárið 2017-2018 má finna hér

Skrifstofa skólans er lokuð frá 16. júní -  til og með þriðjudeginum 8. ágúst.

Gleðilegt sumar

Ritað .

gleðilegt sumar 
Kveðjum ykkur með þessari yndislegu mynd af nemendum í 1. bekk í Húsdýragarðinum.
Takk öllsömul fyrir skemmtilegan vetur og njótið sumarsins
Innkaupalistar fyrir unglingadeild koma inn næstu daga

Útskrift 10. bekkjar

Ritað .

útskrift 
Hér má sjá fríðan hóp útskriftarnema ásamt Eygló skólastjóra en útskriftin var haldin við hátíðlega athöfn í gær. Nú halda krakkarnir á vit nýrra ævintýra og krefjandi verkefna. Til hamingju öllsömul og bjarta framtíð. Fleiri myndir er að fnna í myndasafninu.

Sigurvegarar Sæmundarleikanna

Ritað .

 hopur16
Sigurvegarar Sæmundarleikanna var lið nr. 16 en hópstjórar voru Gabríel, Bergur og Guðmundur. Það voru 31 lið sem kepptust við að klára 34 stöðvar. Það var til að mynda keppt í reipitogi, kökuskreytingum, púsli, fótbolta og kókosbolluáti. Til lukku snillingar!!
Sjá myndir frá leikunum á heimasíðu skólans undir ýmislegt: http://www.saemundarskoli.is/index.php/myndasafn-2/

Skólaslit

Ritað .

Skólanum verður slitið formlega á morgun miðvikudaginn 7. júní kl. 11:30 með stuttri athöfn.

Tónlistaratriði, Róbert Aron Garðarsson Proppé
Ávarp skólastjóra
Annáll í boði 7. bekkjar
Skólaslit í stofum hjá umsjónarkennurum

sol