Fjöruferð á Reykjanesskaga

Ritað .

 fjöruferd2
Krakkarnir í 4. bekk fóru í skemmtilega fjöruferð á Garðskagavita í síðustu viku og heimsóttu í leiðinni Þekkingarsetrið í Sandgerði. Ferðin var farin í tilefni af þemanu Hafið og nytjafiskar.
Fleiri myndir er að finna í myndasafninu undir 4.-5. bekkur.

Sæmundarhlaupið

Ritað .

saemundarhlaup haust 2017
Sæmundarhlaupið fór fram í góða veðrinu á föstudaginn var. Nemendur 1.-7. bekkjar hlupu hringinn í kringum Reynisvatn eins margar ferðir og hver treysti sér til. Fullt af skemmtilegum myndum inná facebook síðu skólans

Útikennsla í náttúrufræði

Ritað .

 natturuvisindi
Í náttúrufræði eru nemendur í 8. bekk að vinna með sveppi, fléttur, mosa og plöntur. Þeir fóru út í nágrenni skólans á dögunum og tóku myndir. Mikilvægt er að tengja nám barnanna við raunheim þeirra svo að tenging milli náms og daglegs lífs styrkist.

Sykurmolar og teningar

Ritað .

staerdfraedi tengingur
Nemendur í 8. bekk byrjuðu skólaárið á því að vinna allskonar verkefni í stærðfræði sem reyna á samvinnu, skapandi hugsun og þrautseigju. Þeir áttu meðal annars að búa til tening úr sykurmolum og gera athugun á lituðum hliðum hans. Þeir áttu síðan að hugsa sér stærri teninga, svara sömu spurningum og reyna að finna mynstur eða reglu út frá niðurstöðunum. Á myndum má greinilega sjá áhugasama nemendur reyna við verkefnið. Við ræddum líka um nokkur jákvæð viðmið sem gott er að hafa í huga í sambandi við stærðfræðinám, þ.e. að allir geta lært stærðfræði, mistök eru mikilvæg, hafa trú á sjálfum sér, sjónræn hugsun hjálpar í stærðfræði og djúpur skilningur skiptir meira máli en hraði. Fleiri myndir á facebooksíðu skólans.

Shoplifter litadýrð

Ritað .

 shoplifter
Sýningin hennar Hrafnhildar Arnardóttur „Taugafold“ var bæði litrík og ævintýraleg. Nemendur í myndlistarvali skoðuðu sýninguna á föstudaginn var og voru hrifnir af hugmyndaauðgi listakonunnar sem ber listamannsnafnið „Shoplifter“.  Fleiri myndir á facebooksíðu skólans.