Breskir krakkar í heimsókn

þann .

 tingvellir
Nemendur í 6. bekk fengu skemmtilega heimsókn dagana 17. – 19. maí síðastliðinn, en þá komu 20 breskir krakkar ásamt kennurum sínum í heimsókn í Sæmundarskóla. Krakkarnir komu frá Little Lightwoods skólanum í Birmingham og eyddu þau þremur dögum með okkar nemendum. Þau unnu verkefni saman, skoðuðu nágrenni skólans, fóru í Gufunesbæ og sjálfsögðu „gullna hringinn“. Samvera krakkanna var afar vel heppnuð og Bretarnir voru mjög ánægðir með heimsóknina. Fullt af skemmtilegum myndum í myndasafninu.

2. bekkur í bæjarferð

þann .

 Bæjarferð 9
Nemendur í 2. bekk fóru í skemmtilega bæjarferð á dögunum og heimsóttu m.a. Alþingishúsið og Hallgrímskirkju. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.

Glæsilegur árangur í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

þann .

nyskopunarverdlaun
Áshildur Þóra var skólanum okkar svo sannarlega til mikils sóma þegar hún tók á móti verðlaunum fyrir 2. sæti í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á dögunum, fyrir hugmyndina sína „Teljandi fótbolti“. Einnig fékk Álfheiður umsjónarkennari í 7. bekk viðurkenningu sem nýsköpunarkennari ársins 2016. Glæsilegt – Til hamingju báðar tvær. 

Hvatningarverðlaunin veitt

þann .

 hvatningarverdlaun

Í dag voru hvatningarverðlaun Sæmundarskóla veitt á síðustu samveru vetrarins. Börnin sem hlutu viðurkenningar voru að vonum stolt og vinir og bekkjarfélagar samglöddust þeim innilega. 

Einnig var veitt viðurkenning fyrir besta liðið á Sæmundarleikunum sem fram fóru fyrir stuttu.

Vettvangsferð í HB Granda

þann .

 hp grandi
Miðvikudaginn 4. maí fórum við krakkarnir í heimsókn til HB Granda í tengslum við vettvangsferðasmiðju. Þar fengum við að sjá hvernig fólk vinnur fiskinn. Við þurftum að nota skóhlífar, hárnet og vorum í plastsloppum og hönskum. Okkur fannst skemmtilegt að fá að fylgjast með hvernig fiskurinn er unninn. Við sáum hvernig fiskurinn var skorinn og hnakkastykkið tekið af, hann flakaður og svo fórum við í frystigeymsluna og sáum hvar fiskurinn var geymdur. Við fórum líka í umbúðageymsluna og sáum og fengum að heyra hvað þeir nota mikið af umbúðum á dag. Einnig fengum líka að vita hvað bátarnir eru oftast lengi úti á sjó og hvað þeir veiddu mikið í hverri ferð en þeir eiga tvenns konar skip sem veiða ekki sama fisk. Önnur tegundin vinnur fiskinn úti á sjó og hin kemur með fiskinn í land og þá er hann unninn í frystihúsinu. Eftir skoðunarferðina var okkur boðið upp í mötuneyti og þar fengum við djús, ostaslaufu og kleinu. Fleiri myndir í myndasafninu.

Hafdís Ýr og Jódís Fjóla