Undirbúningsdagar kennara - Vetrarleyfi

Ritað .

Undirbúningsdagar kennara eru 17. og 18. október og vetrarleyfið 19. - 21. október, þannig að nemendur koma næst í skólann mánudaginn 24. október.
Hafið það öll sem best í fríinu

Stoltir hillusmiðir

Ritað .

hillismidir 
Hér má sjá þær Wiktoríu og Silju Marín sem eru að vonum stoltar yfir sínum verkum en þær voru að enda við að smíða þessar flottu hillur í smíðanámskeiði í vali.

Foreldradagur 12. október

Ritað .

Á morgun miðvikudaginn 12. október er foreldradagur í Sæmundarskóla en þá fara foreldrar og nemendur á fund með umsjónarkennurum. Nemendur í 9. bekk selja vöfflur, bakkelsi, kaffi, lakkrís og nammi til að safna fyrir Laugaferð. Viljum minna fólk á að koma með reiðufé þar sem engir posar eru á svæðinu.

Námskeið 2 - Valgreinar unglinga

Ritað .

Lýsingar á námskeiði 2 í valgreinum unglinga má sjá hér að neðan, en námskeiðið hefst 24. október n.k.. Nemendur munu velja á rafrænan hátt í skólanum á morgun. Nánar um reglur um utanskólaval og umsókn um undanþágu er að finna undir hagnýtar upplýsingar/valgreinar

http://saemundarskoli.is/images/skjol_2016_2017/val_namskeid_2_2016_20172.pdf

Hressir göngugarpar

Ritað .

 val utivist
Laugardaginn 17. september sl. gengu nemendur úr námskeiðinu „Útivist og hreyfing“, nokkrir foreldrar áamt kennara á Esjuna. Hópurinn tók daginn snemma, fóru í strætó að Esjurótum og gengu upp að steini. Það var gott gönguveður og ekki hægt að segja annað en að Esjuhlíðar hafi farið vel með göngugarpana. Allir voru sælir og glaðir eftir útiveruna. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu undir ýmislegt.