Rauður dagur í tilefni jólanna

Ritað .

 raudur dagur
Það var svo sannarlega rautt um að litast í skólanum í dag. Fleiri skemmtilegar myndir eru í myndasafninu undir ýmislegt.

Helgileikur

Ritað .

helgileikur 10 
Hinn árlegi helgileikur var sýndur í dag þar sem nemendur í 1. og 3. bekk unnu saman að fallegri sýningu með upplestri og söng. Takk fyrir hátíðlega stund. Fleiri myndir er að finna í myndasafni undir ýmislegt.

Söngur, dans og gleði

Ritað .

samvera 2 des 
Nemendur í 5. bekk stóðu fyrir glæsilegri samveru s.l. föstudag. Þeir skemmtu okkur með ljóðalestri, dans, tónlist og þrautum. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu undir 4.-5. bekkur

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Ritað .

dagur islenskrar tungu
Það var glæsilegur hópur af ungu fólki sem tók við viðurkenningu íslenskuverðlauna unga fólksins í Hörpu á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember s.l.. Í hópnum voru að sjálfsögðu nemendur úr Sæmundarskóla en viðurkenningu hlutu Gunnar Logi í 3. bekk, Herdís í 7. bekk og Margrét Sól í 10. bekk. Innilegar hamingjuóskir.
Fleiri myndir er að finna undir ýmislegt í myndasafninu.

Litríkur vetrardagur

Ritað .

frimo 
Alltaf gaman í frímínútum og ekki síst í veðurblíðunni þessa dagana. Fleiri myndir í myndasafninu undir 4. og 5. bekkur.