Fyrirlestur um kvíða barna og unglinga

Ritað .

Fimmtudaginn 6. október mun foreldrafélag Sæmundarskóla bjóða upp á fyrirlestur um kvíða barna og unglinga.

Þær Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur á Barnaspítala Hringsins og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingur á barna- unglingageðdeild Landspítalans munu koma og fjalla um skilgreiningar á kvíða, helstu einkenni kvíða eftir aldri og hvað foreldrar geta gert til að aðstoða börn sín með kvíða.

Fyrirlesturinn byrjar kl. 18:00 í hátíðarsal Sæmundarskóla og áætlað er að fyrirlesturinn taki um 90 mínútur með einni kaffipásu.

Foreldrar/forráðamenn barna frá 1.-10. bekk eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.

Prjónum saman

Ritað .

 hufur góðgerðarstöð
Á miðvikudaginn kom hún Kristín frá félagasamtökunum Prjónum Saman í heimsókn. Við afhentum henni húfur og náttbuxur sem nemendur í 6. - 7. bekk gerðu í vor í Góðgerðarsmiðju. Kristín mun færa Fjölskylduhjálp Íslands fötin að gjöf.

Sæmundarskólahlaupið

Ritað .

saemundarhlaup2
Sæmundarskólahlaupið fór fram í hressandi veðri í dag og hlupu nemendur hringinn í kringum Reynisvatn eins oft og þeir mögulega gátu. Krakkarnir stóðu sig öllsömul vel eins og við var að búast. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu undir ýmislegt.

Fjölbreytt og skemmtilegt í list- og verkgreinum

Ritað .

 list og verk
Þeir eru önnum kafnir þessir nemendur í 3. bekk og máttu ekki vera að því að líta upp frá vinnunni. Þeir voru í list- og verkgreinum í morgun að vinna að skemmtilegum og fjölbreytilegum verkefnum. Fleiri myndir í myndasafni.

Fjör í skólanum

Ritað .

 leikur
Þeim leiðist ekki þessum 8. bekkjar strákum að fá að sleppa við frímínútur og leika sér innivið : )